Þessi vefsíða er þróuð af vinnuhópi ERO „Öldrun íbúa“, einum af átta vinnuhópum ERO. Vefsíðan er hönnuð til að styðja umönnunaraðila við umhirðu tanna og gervitatanna einstaklinga sem eru háðir aðstoð.
ERO er evrópudeild “World Dental Federation” FDI. Þetta er stofnun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, stofnuð samkvæmt samþykktum FDI og skráð í Genf, Sviss. ERO tengir saman aðildarsamtök FDI frá Evrópulöndum.
ERO leggur áherslu á að styrkja tannlækningar sem sjálfstæða starfsgrein, byggða á meginreglunni um frelsi til að velja í samskiptum tannlæknis og sjúklings.
ERO styður aðildarsamtök sín í að veita sjúklingum sem besta heilbrigðisþjónustu sem stuðlar að betri munn- og almennri heilsu.
ERO stuðlar að og styður evrópskar og innlendar heilbrigðisstefnur sem virða siðferðileg viðmið og faglegar kröfur.