
1. HEFÐBUNDNIR TANNBURSTAR
Veldu lítinn burstahaus með mjúkum hárum. Skiptu tannburstanum út fyrir nýjan þegar burstahárin fara að vísa í gagnstæðar áttir, en ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti.
2. RAFMAGNSTANNBURSTAR
Rafmagnstannburstar stuðla að einfaldri og árangursríkri tannburstun. Eldra fólki sem er ekki vant því að nota rafmagnstannbursta getur hins vegar þótt titringurinn og hávaðinn truflandi. Skiptu tannburstanum út fyrir nýjan þegar burstahárin fara að vísa í gagnstæðar áttir, en ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti.
3. ÞRIGGJA HLIÐA TANNBURSTAR
Það getur verið erfitt að bursta tennurnar að innanverðu og sumir eiga það til að bíta í tannburstann. Þá getur þriggja hliða tannbursti gagnast vel. Slíkir tannburstar eru fáanlegir í sérverslunum á vefnum.
4. TANNBURSTAR FYRIR GÓMA
Tannburstar fyrir góma eru með stórum burstahaus og þéttum hárum. Þétt burstahárin eru notuð til að hreinsa mjótt yfirborð tanngervanna að innanverðu á meðan stóri burstahausinn er notaður til að hreinsa allt annað.
5. AÐSTOÐ VIÐ AÐ HALDA Á TANNBURSTA
Ef einstaklingur er ófær um að halda rétt á tannbursta eru ýmis tæki sem geta hjálpað, svo sem þykkari handföng sem sett eru á burstann og ólar til að festa tannburstann við höndina. Ráðfærðu þig við tannlækninn þinn, tannfræðinginn eða iðjuþjálfann.

6. SVAMPPINNAR FYRIR MUNN
Ef þú ert ófær um að bursta tennurnar geturðu í það minnsta notað svamppinna til að fjarlægja matarleifar.
7. MILLIBURSTAR
Milliburstar fást í ýmsum þykktum. Veldu þykkt sem passar á milli tannanna og jaxlanna í þér. Milliburstar samanstanda af litlum járnpinna með hárum úr næloni. Skiptu milliburstanum út fyrir nýjan þegar burstahárin fara að vísa í gagnstæðar áttir (eftir þrjá til fimm daga). Hreinsaðu milliburstann og leyfðu honum að þorna eftir notkun.
Einnig er hægt að fá millibursta úr plasti. Þeir eru einnota og hreinsa ögn verr en einhverjum kunna að þykja þeir þægilegri. Einnig er hægt að nota tannstöngla en þeir hreinsa ekki jafnvel og henta ekki ef þú þarft að aðstoða annan einstakling. Tannþráður er alls ekki besti kosturinn fyrir eldra fólk þar sem bilin á milli tanna og jaxla eru of breið.
8. LOFTSPRAUTA
Ef millibursti skilar ekki ákjósanlegri niðurstöðu kann loftsprauta að gera það. Sprautan þrýstir vatni og lofti á milli tanna og jaxla til að skola burt matarleifum og tannsýklu. Ef þú ert með lyfseðil frá tannlækni geturðu einnig fengið loftsprautu með munnskoli (klórhexidín eða flúor) í stað vatns fyrir aukna vörn. Varúð: Loftsprauta getur leitt til köfnunar hjá fólki sem á erfitt með að kyngja.
TANNKREM:
Notaðu tannkrem með flúor. Ef um er að ræða heilgóma skaltu nota mjúkt tannkrem án sterkra innihaldsefna eða hreinsiefni án basa (ákjósanlegast).
