Það getur verið vandasamt að hjálpa öðrum einstaklingi að bursta tennurnar: bæði þeim sem þarf á hjálpinni að halda og þeim sem veitir hana kann að finnast verkið fráhrindandi. Þessar ráðleggingar geta hjálpað til við að gera tannburstun bæði árangursríka og ánægjulega. Þegar báðir aðilar hafa náð tökum á burstuninni verður munnhirða einfaldlega hluti af daglegum verkum og skilar árangri sem allir græða á: hreinum og heilbrigðum munni.

RÁÐLEGGINGAR FYRIR HJÁLPARHELLUR

RÉTTAR AÐSTÆÐUR

Auktu hjálp við munnhirðu hægt og rólega.  

Sættu þig við þá staðreynd að þú munt ekki ná að bursta allar tennur jafnt í fyrstu skiptin. Það er einfalt að byggja á góðri upplifun á meðan slæm upplifun gleymist seint.

Í hvert sinn sem tennur eru burstaðar:

  • Gefðu þér tíma og leggðu áherslu á að skapa rólegt andrúmsloft
  • Hafðu frumkvæði að samskiptum og segðu viðkomandi hvað þú ætlar að gera
  • Talaðu rólega og notaðu stuttar setningar
  • Taktu pásu eftir þörfum
  • Láttu viðkomandi vita að allt gangi vel, hrósaðu viðkomandi og notaðu húmor þegar það á við
  • Láttu viðkomandi vita þegar umhirðunni er lokið

Ef það er erfitt að bursta skaltu að minnsta kosti ganga úr skugga um að efri og neðri gómur fái sömu athygli á hverjum degi: Byrjaðu á efri gómnum á morgnanna og neðri gómnum á kvöldin.

EF VIÐKOMANDI ER SLAKUR SLAKNA VÖÐVARNIR Í MUNNINUM EINNIG!

TÍMI OG STAÐUR

Ef ekki er nægur tími eða friður á morgnanna eða kvöldin skaltu velja hentugri tíma. Hvað ef ekki er hægt að bursta tennurnar á baðherberginu? Veldu annan stað og taktu með þér vatn, bolla og eitthvað til að spýta í.

AÐ HJÁLPA ÖÐRUM AÐ BURSTA EIGIN TENNUR

Byrjaðu á því að bursta þínar tennur til að sýna viðkomandi hvernig það er gert eða einfaldlega til að brjóta ísinn.

Fylgstu vel með og gefðu ráðleggingar ef við á. Þið getið einnig farið saman yfir skýringarmyndirnar fyrir tannburstun í þessum bæklingi.

Spyrðu hvort þú megir bursta nokkra staði aftur ef þess er þörf.

STAÐA VIÐ TANNBURSTUN

Hægt er að bursta tennur í nokkrum mismunandi stöðum. Veldu þá stöðu sem hentar þér og þeim sem þú ert að aðstoða best. Atriði sem þú skalt hafa í huga: þægindi, samskipti, góð yfirsýn og greitt aðgengi að öllum munninum. Passaðu upp á bakið.

BÁÐIR AÐILAR SITJA

Sittu beint fyrir framan þann sem þú aðstoðar með gleiða fætur. Það hjálpar til við að halda stöðugleika.

Gakktu úr skugga um að einstaklingurinn sem þú ert að aðstoða sitji þægilega í sætinu og hafi nægan stuðning við höfuðið (til dæmis hálspúða). Þannig ná vöðvarnir í munninum að slaka mest á.

Ef einstaklingurinn sem þú aðstoðar situr hokinn geturðu setið á stól við hliðina á viðkomandi eða jafnvel farið niður á hné fyrir framan viðkomandi (til að gæta að þinni eigin heilsu skaltu passa að halda bakinu beinu).

ÞÚ STENDUR OG EINSTAKLINGURINN SEM ÞÚ AÐSTOÐAR SITUR

Stattu skáhallt hægra megin/fyrir aftan þann sem þú ert að aðstoða (eða vinstra megin ef þú ert örvhent(ur)). Taktu laust utan um höfuð viðkomandi þannig að það liggi á milli handarkrikans á þér og lausu handarinnar og beindu því örlítið niður á við. Með því að halda utan um höfuðið auðveldarðu viðkomandi að halda því kyrru, slaka á vöðvum í munni og kemur í veg fyrir að viðkomandi kúgist.

 

ÞÚ STENDUR OG EINSTAKLINGURINN SEM ÞÚ AÐSTOÐAR LIGGUR ÍRÚMI

Hækkaðu rúmið upp í mjaðmahæð og höfðagaflinn í 45 gráðu horn.

Biddu þann sem þú aðstoðar um að snúa höfðinu örlítið að þér ef hægt er.

Ef ekki er hægt að hækka höfðagaflinn skaltu snúa viðkomandi á hliðina. Settu pappaílát (eða mjúkan rakadrægan klút) undir kinnina á viðkomandi til að grípa vökva sem rennur úr munninum og koma í veg fyrir köfnun.

Ef ekki er hægt að hækka rúmið skaltu sitja á meðan þú framkvæmir ofangreint.

Haltu annarri kinninni og vörunum til hliðar með lausu hendinni þannig að þú hafir góða yfirsýn yfir hvar þú ert að bursta.

Ekki þurrka munninn eftir tannburstun, þurrkaðu frá kinninni að munninum í staðinn. Að því loknu skaltu þrýsta þétt að munninum í tvær sekúndur. Það hjálpar viðkomandi að loka munninum og kyngja.

Ef einstaklingur hefur tilhneigingu til að bíta í tannburstann geturðu prófað að nota þriggja höfða tannbursta. Þú getur einnig prófað að nota bitpinna ef tannlæknir eða tannfræðingur ráðleggur það. Í slíku tilviki skaltu fylgja leiðbeiningum tannlæknisins eða tannfræðingsins vandlega.

Til að koma í veg fyrir að ​​gómar brotni við hreinsun er mælt með því að framkvæma hreinsun á hækkuðu yfirborði með handklæði undir, ef ske kynni að tanngervin detti.

NOTKUN HANSKA KEMUR Í VEG FYRIR SÝKLASMIT!

PreviousHomeNext